<$BlogRSDUrl$>
Free Photo Albums from Bravenet Free Photo Albums from Bravenet
>

Thursday, July 15, 2004

Jæja þá er mar kominn heim úr vinnunni, sestur í gamla góða rassafarið sitt og búinn að chilla aðeins í Manager........! Rushden & Diamonds er sko liðið, árið er 2011 og búinn að gera þá að meisturum í Englandi og U.E.F.A, geri aðrir betur :)

Var á Hróarskeldu fyrir hálfum mánuði, það var mjög líklega besta tónleika festival sem ég hef farið á bara hrein snilld.....! Böndin sem ég var vitni að voru ekki af verri endanum eða Korn, N.E.R.D, Wu Tang Clan, The Hives og svo mætti endalaust telja (málið er bara það að ég var svo blekaður að ég man ekki eftir fleirum) Það sem gerði þetta svo geggjað var það að skólinn minn var með sérstakar búðir og mættu 51 af 65 úr skólanum, við vorum með sona risa festival tjald þannig að það komust alltaf allir fyrir...... Eina slæma var að það rigndi nær stanslaust allan tímann en Það sem mér finnst standa uppúr vikunni (var þarna frá þri. til mán.) var þegar við grófum ca 40 cm holu í jörðina en hún sást ekkert fyrir drullu og horfðum á í 2 tíma fólk labba og detta beint í drulluna, hættum þegar ein gellan í svaka fínu hvítu dressi (hver fer í hvítum fötum á Roskilde?) steig beint í gildruna og SPLATT datt fram fyrir sig og beint á nebbann..... Stóð upp og var svört af drullu frá toppi til táar, HAHAHAHAHA, það var það fyndnasta sem ég hef á ævi minni upplifað, viðbrögðin hennar voru þau að hún náði í kærasta sinn sem kom voða töffari, SPLATT HAHAHAHAHA hann datt líka beint á smettið, þá fyrst misstum við okkur úr hlátri og ákváðum að láta gott heita þar sem manni varð orðið þokkalega illt í maganum einnig kom gæslan og hótaði að henda okkur út..... barnaskóla húmorinn lengi lifi HÚRRA HÚRRA HÚÚÚRRRRAAAAA............!

Næst á dagskrá hjá mér er að reyna fá frí á sunnudaginn í vinnuni sökum þess að það eru 3 partý á laugardaginn en ég hugsa að ég velji bara eitt, en það er vibbi að vinna þunnur. BÖÖÖÖÖÖ....... Já þessi 3 djömm samanstanda af kveðjupartý hjá Tine en hún er að fara til Asíu í 4 mánuði bara ferðast (been their done that, hehe) Farvel Tine...... afmæli hjá Julie en það er 2 tíma ferðalag til jótlands, það verður samt geggjað eða þá sumarbústaður hjá Önnu einhvers staðar einhvers staðar ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn...... ÚFF það er erfitt að vera djammari, maður þarf alltaf að taka svo erfiðar ákvarðanir :) hehe.........

Var að lesa þær gleðifregnir að Haddís frænka væri búinn að panta flug til DK, ekkert nema gott um það að segja og eigum við eftir að hanga ofurölvi á öxlinni á hvort öðru á Krogerup reunion-inu...... Bara feitt...... Svo kemur Helgi Guð einnig til danaveldis þann 7 Ágúst ef minnið er ekki að bregðast mér, það verður pottþétt dæmi sko. Djammað að hætti Laxdælu og stjörnunar.........!

Hugsa að ég fari að demba mér í Manager aftur og reyni að verja titilinn...... Bið að heilsa öllum sem hafa hár á bringunni.........


Dabbarinn..........!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Free Guestbook from Bravenet Free Guestbook from Bravenet
Free Vote Caster from Bravenet Free Vote Caster from Bravenet